Fréttir og tilkynningar

Styrkir til gæðaverkefna og vísindarannsókna í heilbrigðisþjónustu

Embætti landlæknis auglýsir eftir umsóknum um styrki   í   Minningarsjóð um hjónin Bergþóru Magnúsdóttur og Jakob Júlíus Bjarnason. Tilgangur sjóðsins er að styrkja gæðastarf og vísindastarf í íslenskri heilbrigðisþjónustu.

Styrki úr sjóðnum má veita til vel skilgreindra gæða- og umbótaverkefna eða til vísindarannsókna sem fengið hafa leyfi Vísindasiðanefndar. Til úthlutunar er allt að 15 milljónum kr. og er hægt að sækja um styrki á bilinu ein til þrjár milljónir kr. Stjórn sjóðsins, sem í sitja landlæknir, forseti læknadeildar Háskóla Íslands og forstjóri Sjúkratrygginga, tekur ákvörðun um styrkveitingar að undangengnu faglegu mati umsagnaraðila.

Umsóknarfrestur er til og með 1. ágúst n.k. og er stefnt að úthlutun í september. Sótt er um á vefsvæði sjóðsins og er einungis tekið á móti rafrænum umsóknum.

Nánari upplýsingar er að finna á vef Embættis landlæknis.