Viðtal við forstjóra Hrafnistuheimilanna og varaformann SFV í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann 16. febrúar 2022.
María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistuheimilanna og varaformaður SFV, ræddi við fréttamann Stöðvar 2 um mönnun hjúkrunarheimila nú þegar COVID-19 smitum fjölgar hratt meðal starfsmanna:
„Við finnum fyrir því að róðurinn er að þyngjast dag frá degi og frekar hratt.“
María þakkar starfsfólki og stjórnendum þann góða árangur sem náðst hefur á hjúkrunarheimilum landsins í heimsfaraldrinum:
„Það er ástæða fyrir árangri hjúkrunarheimila sem þau hafa sýnt í þessum heimsfaraldri; það er starfsfólkið og stjórnendur.“
Um tillögur þess efnis að kalla starfsmenn hjúkrunarheimila til vinnu þrátt fyrir COVID-19 greiningu segir María:
„Að sjálfsögðu virðum við veikindaréttinn, þetta er mikilvægur réttur, og við virðum hann. Við virðum líka siðareglur hjúkrunarfræðinga en við erum að tala um að kalla inn mögulega einstaklinga sem ekki eru veikir. Ef fólk er veikt, þá er það veikt og verður heima. Annað er bara út í Hróa Hött,“
Viðtalið má sjá í umfjöllun Vísis um málið.