Fréttir og tilkynningar

Tryggvi Friðjónsson nýr formaður samninganefndar SFV í kjaramálum

Tryggvi Friðjónsson hefur tekið við sem formaður samninganefndar SFV í kjaramálum. Tryggvi er með mikla reynslu af fjármálum, rekstri og kjaramálum sem mun nýtast SFV vel í komandi kjaraviðræðum. Tryggvi var áður formaður samninganefndarinnar á árunum 2020 til 2021 og 2009 til 2010.

Tryggvi gegndi framkvæmdastjórastöðu hjá Sjálfsbjargarheimilinu í 30 ár frá 1989 til 2019 og var samhliða því starfi um tíma framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra. Sem framkvæmdastjóri Sjálfsbjargarheimilisins sat hann í tvígang í stjórn SFV, en þar lauk hann síðustu stjórnarsetu í janúar 2020 þegar hann lét af störfum sem framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar.

Á árunum 1979 til 1989 starfaði Tryggvi fyrst hjá launadeild fjármálaráðuneytisins og síðar sem deildarstjóri fjármáladeildar félagsmálaráðuneytisins. Á þeim árum sat hann samfellt í 9 ár í stjórn BSRB og var varaformaður Félags starfsmanna stjórnarráðsins og formaður samninganefndar félagsins um tíma.

Þá hefur Tryggvi setið í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur og gegnt fleiri trúnaðarstörfum