Fagráð hjúkrunar Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu er fagráð faglegra hjúkrunarstjórnenda aðildarfélaganna.

Hvert aðildarfélag skilgreinir sinn eða sína fulltrúa í fagráðið. Fagráðið kýs sér formann til 2ja ára og að þessu sinni er það Þórdís Hulda Tómasdóttir framkvæmdarstjóri hjúkrunar á Eir, Skjóli og Hömrum, sem gegnir formennsku. Netfang: thordis@eir.is, sími 7729116.

Hlutverk fagráðsins er að:

Efla fagþróun og gæði í starfsemi aðildarfélaga með samstarfi þar sem þekkingu er deilt með það að markmiði að auka gagnreynda þekkingu og vinnubrögð á einfaldan hátt

  • Taka til umfjöllunar málefni sem ráðið sjálft telur brýnt
  • Eiga frumkvæði að og skipuleggja þverfaglega fræðsluviðburði ef þörf krefur
  • Upplýsa um og hvetja til þátttöku í viðburðum og fræðslu tengdum starfseminni
  • Vera stjórn SVF til ráðgjafar og álits um mikilvægar faglegar ákvarðanir
  • Vera ráðgefandi vettvangur og taka til umfjöllunar og/eða umsagnar fagleg málefni

Fagráðið fundar einu sinni á hverju ársfjórðungi á mismunandi heimilum.

Þess á milli eru minni fundir þar sem tekin eru fyrir hin ýmsu málefni er brenna á meðlimum og varða hjúkrun og umönnun skjólstæðinga okkar.