Vakin er athygli á því að Alzheimarsamtökin bjóða upp á upplýsinga- og ráðgjafaþjónustu fyrir einstaklinga með heilabilun og aðstandendur þeirra.
Þjónustan er í boði fyrir alla landsmenn, þeim að kostnaðarlausu. Hægt er að fá ráðgjöf á staðnum, í fjarviðtali eða í síma.
Þjónustan er hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda í málefnum eldra fólks – Gott að eldast. Liður í henni er að þróa þjónustu við borgarana í takt við breyttar þarfir og nýja tíma og ein af aðgerðum er aukinn stuðningur við einstaklinga með heilabilun og aðstandendur þeirra.