Fréttir og tilkynningar

Útboð á lambakjötsafurðum og nautahakki fyrir hjúkrunarheimili

Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu standa fyrir útboði á kjöti og kjötafurðum fyrir hönd nokkurra hjúkrunarheimila.

Um er að ræða ýmsar tegundir lambakjöts auk nautahakks. Nánari vörulýsingu er að finna í útboðsgögnum.

Útboðsgögnin má nálgast á vef SFV:  https://samtok.is/hagnytar-upplysingar/utbod-tender/

Fyrirspurir og beiðni um frekari upplýsingar skal senda á innkaup@samtok.is.