Fréttir og tilkynningar

Ýmis verkefni SFV í COVID–19 faraldrinum

SFV hafa átt í góðu samstarfi við Embætti landlæknis og fleiri aðila í yfirstandandi COVID-19 faraldri. Samtökin hafa átt fulltrúa í samráðshópi á vegum Embættis landlæknis um starfsemi hjúkrunarheimila og dagdvala í COVID–19 faraldri, komið að gerð sérstakra leiðbeininga fyrir starfsemi þessara aðila og tekið þátt í að halda reglulega fundi fyrir hjúkrunarheimilin og dagdvalir á þessum óvissutímum. Þá hafa samtökin tekið þátt í sérstöku COVID–19 námskeiði fyrir hjúkrunarheimili og velferðarþjónustu, sem haldið hefur verið í hverju sóttvarnarumdæmi fyrir sig undanfarnar vikur.

Allir rekstraraðilar í velferðarþjónustu, óháð aðild að SFV, geta fengið aðgang að sérstakri innri síðu SFV um COVID-19 en þar má finna glærur af námskeiðinu, leiðbeiningar til hjúkrunarheimila og dagdvala og fjöldann allan af gögnum sem hjúkrunarheimili hafa útbúið og deilt sín á milli. Til að fá aðgang að innri síðunni þarf einungis að óska eftir því með tölvupósti á netfangið eybjorg@samtok.is eða gunnhildur@samtok.is