Fréttir frá aðildarfélögum

Alzheimersamtökin í 40 ár

Þann 20. september næstkomandi verður árleg ráðstefna Alzheimersamtakanna haldin á Hótel Nordica.

Að þessu sinni markar hún tímamót, því  Alzheimersamtökin fagna jafnframt 40 ára afmæli sínu.

Ráðstefnan er eins og endranær haldin í tengslum við alþjóðlegan dag Alzheimers og hefur verið sett saman vönduð dagskrá sem sjá má hér að neðan.

Ráðstefnur samtakanna hafa undanfarin ár verið vel sóttar af einstaklingum með heilabilun, aðstandendum, fagfólki og öðrum sem láta sig málefnið varða.

Öll velkomin. Engin skráning, bara mæta.