Alþjóðleg ráðstefna um persónumiðaða læknisfræði

Dagana 6. og 7. nóvember næstkomandi fer fram alþjóðleg ráðstefna á vegum International College of Person Centered Medicine í samvinnu við Alzheimersamtökin og Læknafélag Íslands í húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar.
Ráðstefnan fer fram á ensku og ber yfirskriftina “Treatment and Care for Dementia through Person Centered Medicine”. Við hvetjum fagfólk og áhugafólk um heilabilun að skrá sig og taka þátt í þessari glæsilegu ráðstefnu.
Frekari upplýsingar og skráning hér: https://fb.me/e/1MCeqAVCbo