Ráðstefna Evrópusamtaka öldrunarlækna
Dagana 24.-26. september verður haldin í Hörpu í Reykjavík 21. ráðstefna Evrópusamtaka öldrunarlækna, European Geriatric Society (EuGMS).
Ráðstefnan er ein sú stærsta í heiminum og þar eru kynnt fjölbreytt efni og nýjustu rannsóknir tengdar öldrunarlækningum, endurhæfingu, félagslegum fræðum ýmissi þjónustu og tækni víðs vegar að úr heiminum.
Ráðstefnan getur hentað fjölbreyttum hópi fagfólks og þeim er tengjast öldrunarmálum og er þema ráðstefnunnar „New Landscapes in Geriatric Medicine“ eða „Nýtt landslag í öldrunarlækningum“.
Hlekkur á Ráðstefnuna og skráningu er hér að neðan.