Siðareglur SFV byggja á grunngildum samtakanna og fjalla nánar um þau siðferðislegu gildi sem stjórn og starfsmenn skulu tileinka sér og hafa að leiðarljósi í störfum sínum.

Markmið reglnanna er að stuðla að heilindum, fagmennsku, óhæði og trúverðugleika og standa þannig vörð um orðspor og sjálfstæði SFV og efla traust og tiltrú á starfsemi samtakanna.

Ef grunur leikur á að fulltrúi SFV hafi brotið gegn siðareglum og/eða öðrum settum reglum SFV skal málið borið undir siðanefnd samtakanna.

Formaður siðanefndar tekur við skriflegum erindum um meint brot á siðareglum frá nafngreindum aðilum innan eða utan aðildarfélaga SFV. Hér getur á að líta eyðublað sem fylla má út rafrænt og senda beint á formann siðanefndar SFV.

Til þess að tryggja hagsmuni málsaðila getur siðanefnd ákveðið að farið sé með málsgögn og álit þess sem trúnaðarmál. Siðanefnd getur einnig, ef sérstaklega stendur á, ákveðið að sá sem ber fram erindi njóti nafnleyndar, enda sé sýnt að meðferð þess geti að öðrum kosti bitnað á honum.

Allar persónuupplýsingar sem koma fram í þessari tilkynningu verða meðhöndlaðar í samræmi við lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Upplýsingarnar verða eingöngu notaðar við meðferð málsins hjá siðanefnd og ekki miðlað til þriðja aðila nema lög kveði á um annað eða nauðsynlegt sé vegna málsmeðferðar.

Siðareglur SFV og starfsreglur siðanefndar má nálgast á heimasíðu SFV.

Tilkynning til siðanefndar SFV

Upplýsingar um þann sem tilkynnir:

Upplýsingar um málið:

Fylgigögn (ef við á):

Maximum file size: 516MB