Siðareglur SFV

Siðareglur SFV byggja á grunngildum samtakanna og fjalla nánar um þau siðferðislegu gildi sem stjórn og starfsmenn skulu tileinka sér og hafa að leiðarljósi í störfum sínum.

Markmið reglnanna er að stuðla að heilindum, fagmennsku, óhæði og trúverðugleika og standa þannig vörð um orðspor og sjálfstæði SFV og efla traust og tiltrú á starfsemi samtakanna. Stjórn, starfsmenn og aðrir sem starfa fyrir eða á vegum SFV, t.d. í hópastarfi samtakanna eða sem formlega skipaðir fulltrúar þeirra í vinnu með stjórnvöldum, skulu leggja sig fram við að fylgja siðareglunum og öðrum reglum sem þær vísa til.

Ef grunur leikur á að fulltrúi SFV hafi brotið gegn siðareglum og/eða öðrum settum reglum SFV skal málið borið undir siðanefnd samtakanna. Formaður siðanefndar tekur við skriflegum erindum um meint brot á siðareglum frá nafngreindum aðilum innan eða utan aðildarfélaga SFV.

Ábendingum til formanns siðanefndar má koma á framfæri með ræfrænum hætti hér: Tilkynning til siðanefndar SFV.

Siðareglur SFV

Starfsreglur siðanefndar SFV