Þær María Fjóla Harðardóttir, stjórnarformaður SFV og Halla Thoroddsen, stjórnarmaður SFV birtu nýlega grein á visir.is um velferð aldraðra og velsæld almennt. Greinin er innlegg í umræðum um þær áskoranir sem fjölgun aldraðra hefur í för með sér fyrir heilbrigðis- og félagskerfið á komandi árum.
Hvað þurfa stjórnmálaflokkar sem bjóða sig fram til Alþingis að setja á oddinn á sinni stefnuskrá til að tryggja velsæld Íslendinga næstu árin?
Greinina í heild má lesa á Vísi, en niðurlag hennar hljóðar svo:
Nú stöndum við sem þjóð frammi fyrir kosningum til Alþingis í lok nóvember. Sýnum fyrirhyggju og höldum áfram á þeirri vegferð að stuðla að velferð aldraðra. Hvetjum til fjölbreyttrar velferðarþjónustu, byggjum fleiri hjúkrunarheimili, stuðlum að nýsköpun, leggjum aukna fjármuni í endurhæfingu og forvarnir og styrkjum samþætta heimaþjónustu og heimahjúkrun. Þannig getum við tryggt öllum velsæld á Íslandi, sérstaklega eldra fólki og fjölskyldum þeirra sem mun hafa áhrif á alla aðra heilbrigðisþjónustu.