Fréttir frá aðildarfélögum

Málþing SÁÁ – Gæði og árangur í meðferð

SÁÁ stendur fyrir málþingi dagana 4. og 5. nóvember næstkomandi á Hilton Nordica, í samvinnu við Heilbrigðisráðuneytið, Krýsuvíkursamtökin, Samhjálp og Fíknigeðdeild LSH.

Yfirskrift málþingsins er „Gæði og árangur í meðferðarstarfi„. Málþingið stendur yfir frá kl. 08:30 til 16:00 á Hilton Nordica í sal A.

Fulltrúar Embættis landlæknis, Sjúkratrygginga Íslands, Háskólans á Akureyri og Rekovy flytja lykilerindi á málþinginu.

Eftir hádegi þriðjudaginn 5.nóvember er fulltrúum allra flokka sem bjóða fram til Alþingis boðið að sitja pallborð þar sem rætt verður um viðhorf og væntingar frambjóðenda til áfengis-og vímuefnameðferðar, endurhæfingar, forvarna og skaðaminnkunnar.

Hér má sjá dagskrá málþingsins: