Kjarasamningur milli Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og SFV var undirritaður í gær,
5. desember 2024.
Kjarasamningurinn er til fjögurra ára og gildir afturvirkt frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028. Samningurinn er að mestu leyti samhljóða nýgerðum kjarasamningi Fíh við ríkið. Með samningnum munu hjúkrunarfræðingar færast yfir í nýja launatöflu sem er í samræmi við launatöflur margra stétta háskólamenntaðra innan BHM.
Allmargar bókanir voru undirritaðar í tengslum við kjarasamninginn sem miða að því að bæta kjör, starfsumhverfi og nýtingu sérfræðiþekkingar hjúkrunarfræðinga hjá aðildarfélögum SFV.
Kjarasamningurinn fer nú í atkvæðagreiðslu hjá Fíh og til samþykktar hjá stjórn SFV og tekur gildi í framhaldinu verði hann samþykktur.