Boðað er til aðalfundar Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu mánudaginn 28. apríl nk. kl. 13.00. Fundurinn verður haldinn í Bragganum, Nauthólsvík, Nauthólsvegi 100, Reykjavík.
Að loknum aðalfundarstörfum verður efnt til stefnumótunarfundar aðildarfélaga SFV. Sá fundur hefst kl. 14:30. Þar verður m.a. farið yfir hvaða forgangsröðun aðildarfélagar SFV vilja sjá í verkefnum samtakanna og áherslumál í þeim verkefnum.
Boðið verður upp á léttar veitingar milli funda og eftir stefnumótunarfundinn.
Nánari upplýsingar um fyrirkomulag fundanna og skráningu, atkvæðisrétt, lagabreytingar og fleira er að finna í pósti sem sendur hefur verið til forsvarsfólks aðildarfélaga SFV.
Þau sem hafa áhuga á að bjóða sig fram til stjórnarsetu eru hvött til að senda tölvupóst þess efnis á netfangið sigurjon@samtok.is.
Ársreikningur SFV 2024 og önnur fundargögn verða send út þegar nær dregur fundi.