Þann 17.september n.k. kl. 11:00-12:00 verður haldinn félagsfundur SFV á Teams um þær breytingar sem orðið hafa á styrkveitingum vegna hjálpartækja til einstaklinga í búsetu á hjúkrunarheimilum eða skammtímainnlögnum á þeim.
Faghópur SFV um hjálpartæki heldur kynningu um málefnið og svarar spurningum frá þátttakendum.
Mikilvægt er að hjúkrunarfræðingar, sjúkraþjálfarar og iðjuþjálfar sem starfa á hjúkrunarheimilum innan SFV fái upplýsingar um félagsfundinn.